- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur gefur Katrínu falleinkunn

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og helsti máladrepir þar á bæ, skrifar grein í Moggann í dag. Þar gengur Birgir nærri Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og frumvarpi hennar til breytingar á stjórnarskránni.

„Á miðviku­dag­inn mælti Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra fyr­ir frum­varpi sínu til breyt­inga á stjórn­ar­skránni. Frum­varpið er að miklu leyti afrakst­ur vinnu sem staðið hef­ur yfir frá því snemma á þessu kjör­tíma­bili og hafa for­menn allra stjórn­mála­flokka, sem sæti eiga á Alþingi, tekið þátt í henni. Ekki náðist samstaða um til­lög­urn­ar og var niðurstaðan því sú að for­sæt­is­ráðherra legði frum­varpið fram í sínu nafni í stað þess að for­menn­irn­ir stæðu í sam­ein­ingu að flutn­ingi þess. Leiðir það að sjálf­sögðu til þess að meiri óvissa er um fram­gang máls­ins í þing­inu en ef um sam­komu­lags­mál væri að ræða,“ skrifar Birgir og bendir á að hans flokkur mun ekki leggja forsætisráðherra lið í þessu máli.

Þetta er háskaför Katrínar. Birgir gefur vinnu og vilja Katrínar lága einkunn. Í lok greinarinnar, þar sem Birgir fjallar um forsetakaflann í frumvarpi Katrínar, segir:

„Gall­inn við þenn­an hluta frum­varps for­sæt­is­ráðherra er í stuttu máli sá, að verið er að leggja til breyt­ing­ar á ýms­um atriðum sem eng­in sér­stök þörf er á að breyta, en látið ógert að taka á og skýra aðra þætti sem raun­veru­lega hafa valdið vafa.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er fullkomin falleinkunn hjá dúxinum fyrrverandi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: