- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn er með delluhugmyndir

Það er rannsóknarefni hvers vegna aðrir stjórnmálaflokkar standa í röð til að koma Bjarna og öðrum mönnum með minnihlutaskoðanir Sjálfstæðisflokksins til valda.

Gunnar Smári skrifar:

Umræða Sjálfstæðisflokksfólks um sölu á hlut ríkisins byggir á delluhugmyndum og er án nokkurs samband við þann raunveruleika sem fólk lifir innan. Þegar fólkið sem lifir og starfar í raunveruleika venjulegs fólks var spurt hvort það vildi að ríkið ætti hlut í bönkunum var aðeins um 14% sem var neikvætt gagnvart því. Þetta er sama hlutfall og kaus Davíð Oddsson í forsetakosningunum, en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gerði það einmitt. Hann er því vanur að hafa afleitar minnihlutaskoðanir og er gagnrýnislaus á þær.

Í þessari frétt segir hann að ríkið ætti að selja hlut sinn í bönkunum til að minnka áhættu, sem sýnir enn betur hversu lítil tengsl Bjarni hefur við raunveruleikann. Skaði Íslendinga af rekstri ríkisbanka mælist ekki í samanburði við þann skaða sem landsmenn hafa þurft að bera vegna einkabanka. Það er auðvitað ástæða þess að landsmenn vilja að ríkið eigi bankana áfram.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bjarni dregur í þessu sem öðru öfugar ályktanir við venjulegt fólk: Hann vill ekki auka framlög til heilbrigðismála, ekki hækka skatta á hin ríku, ekki innheimta raungildi veiðigjalda fyrir afnot af auðlindum almennings, ekki afnema skerðingar á lífeyrisgreiðslum, ekki borga launafólki laun sem duga fyrir framfærslu, ekki auka framlög til skattrannsókna vegna skattsvika hinna ríku … og svo má telja endalaust. Það er rannsóknarefni hvers vegna aðrir stjórnmálaflokkar standa í röð til að koma Bjarna og öðrum mönnum með minnihlutaskoðanir Sjálfstæðisflokksins til valda.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: