- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn skárri og Sjálfstæðisflokkurinn verri

Sjálfstæðisflokkurinn verri einkavæddi Verkamannabústaðina og braut niður félagslegt húsnæðiskerfi.

Gunnar Smári skrifar:

Eldri Sjálfstæðisflokksmenn (já, fyrst og fremst karlar) tala gjarnan um gamla góða Sjálfstæðisflokkinn, fyrirbrigði sem var áður til en hefur nú verið skemmt af forystu flokksins, sem beitir flokknum í grimmri hagsmunagæslu fyrir stærstu fyrirtækin og hin allra auðugustu. Við sem munum þann flokk, getum ekki kallað hann gamla góða neitt. Þetta var flokkur sem miskunnarlaust gróf undan öllu fólki sem ekki var innmúrað og innvígt, það fékk ekki lán í bönkum, ekki opinbert starf, ekki húsnæði o.s.frv. En það er rétt hjá eldri Sjálfstæðisflokksmönnum; flokkurinn þeirra var skárri áður. Og hann er verri nú. Þess vegna legg ég til hugtökin Sjálfstæðisflokkurinn skárri og Sjálfstæðisflokkurinn verri.

Stuðningsreikningur Miðjunnar er: 26-515 521009 Kt: 521009-2920.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Fortíðin og nútíðin. Framtíðin er óskrifuð.

Sjálfstæðisflokkurinn skárri byggði upp Bæjarútgerð Reykjavíkur en Sjálfstæðisflokkurinn verri gaf hana vildarvinum sínum í Ísbirninum. Sjálfstæðisflokkurinn skárri byggði upp Hitaveitu Reykjavíkur, samfélagslegt fyrirtæki, en Sjálfstæðisflokkurinn verri vill samkeppnis-, markaðs- og einkavæða orkugeirann eins og alla aðra innviði. Sjálfstæðisflokkurinn skárri samþykkti kröfur verkalýðshreyfingarinnar um átak í húsnæðismálum og byggði upp Breiðholtið. Sjálfstæðisflokkurinn verri einkavæddi Verkamannabústaðina og braut niður félagslegt húsnæðiskerfi. Sjálfstæðisflokkurinn skárri féllst á almannatryggingar, rétt allra til eftirlauna og örorkubóta, byggðar á skattheimtu en Sjálfstæðisflokkurinn verri lækkaði skatta á stórfyrirtæki og allra auðugasta fólkið og fjármagnaði það með skerðingu eftirlauna og örorkubóta. Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í að byggja upp gjaldfrjálst opinbert heilbrigðiskerfi en Sjálfstæðisflokkurinn verri hefur holað það að innan og veikt undirstöður þess.

Svona má halda áfram endalaust. Ég læt hér við sitja en þið megið halda áfram að telja upp dæmin um muninn á Sjálfstæðisflokknum skárri og Sjálfstæðisflokknum verri.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: