- Advertisement -

Sjúkraliðar á byrjendalaunum í þrjú ár

Það finnst okkur óásættanlegt…

„Sjúkraliðafélagi Íslands, þykir nóg um að ráðherrar og forstöðumenn heilbrigðisstofnana tali um mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Gott og blessað sé að ræða um launahækkanir heilbrigðisstarfsfólks en einnig sé brýnt að ná samkomulagi um uppfærslu stofnanasamninga þess,“ segir í frétt í Fréttablaðinu í dag.

„Þessar viðræður hafa nú staðið yfir í á annað ár án þess að nokkuð þoki í þá átt sem þessi sömu stjórnvöld tala fyrir,“ segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélagsins, um endurskoðun stofnanasamninganna. „Ríkisstjórnin hefur stært sig af því hafa bætt við fjárveitingar til heilbrigðisstofnana í síðustu fjárlögum og er það afar sérkennilegt að það skili sér ekki til starfsfólksins í gegnum stofnanasamninga.“

„Þegar prósentubilið er minna milli launaflokkanna skapast svigrúm til að láta lofta meira um launasetningu starfsmanna,“ segir Sandra. „Það sem við erum að reyna að fá í gegn er til dæmis breyting á því að þegar maður byrji sem sjúkraliði sé maður í lægsta launaflokki í þrjú ár. Það finnst okkur óásættanlegt því maður getur ekki verið byrjandi í starfi í þrjú ár!“

Þá tekur Sandra ekki trúanlegar skýringar stjórnvalda um að fjármagn skorti til að gera launaflokkana sveigjanlegri. „Það er alltaf einhver sveigjanleiki í öllum rekstri. Það viðhorf sem við mætum er að sá sveigjanleiki eigi ekki að skila sér til sjúkraliða. Nema hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands – þar náðum við samningi sem við viljum hafa til viðmiðunar því hann er þannig að maður nær framgangi í starfi ef maður er búinn að vinna í einhvern ákveðinn árafjölda.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: