- Advertisement -

Skera á útgjöldin niður um 260 milljarða

Ásdís Kristjánsdóttir skrifar og rijfar þar með upp stefnu Sjálfstæðisflokksins um 260 milljarða niðurskurð ríkisútgjalda. Davíð Oddsson er henni sammála.

Forystusveit Sjálfstæðisflokksins er minnt á vilja flokksins um 260 milljarða niðurskurð ríkisútgjalda. Landsfundur flokksins mótaði stefnuna. „Stefnt skal að því að útgjöld hins opinbera verði ekki hærri en 35% af landsframleiðslu.“ Það lætur nærri að stefna flokksins sé að skera niður um 260 milljarða króna.

„Það dug­ar þó ekki að end­ur­skoða ein­ung­is sérá­lög­ur á fjár­mála­fyr­ir­tæk­in held­ur einnig aðra skatt­stofna – tryggingargjald, tekju­skatt­ur fyr­ir­tækja, fjár­magn­s­tekju­skatt­ur, veiðigjald, gistináttaskattur og kol­efn­is­gjald eru dæmi um nýja skatta eða eldri sem hafa hækkað síðastliðin ár,“ skrifar Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins.

Davíð Oddsson hefur rumskað og tekur þátt í pólitískri umræðu á ný. Hann tekur undir með Ásdísi:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Eng­inn vill að efna­hags­lægðin verði meira en skamm­tíma­fyr­ir­bæri. Til að forðast það þurfa stjórn­völd að lækka og í ein­hverj­um til­vik­um fella niður þá skatta sem Ásdís taldi upp.“

Engum dylst að vera er að minna forystusveit  flokksins á opinbera stefnu Sjálfstæðisflokksins. Meðan lífshættulegt ástand ríkir á þjóðarsjúkrahúsinu er hert á  ákallinu um stórkostlegar skattalækkanir og þá annan eins niðurskurð.

Eldri frétt Miðjunnar um vilja Sjálfstæðisflokksins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: