- Advertisement -

Skyr, sól og sund á Spáni

Vetur á Spáni Nú eru ræturnar að festa sig. Við erum búin að bóka okkur í nýjan golfklúbb. Og ekki af verri endanum, Las Ramblas varð fyrir valinu. Spilum hálfan hring í dag, það er níu holur. Sami skammtur á morgun og svo verður allt sett á fullt, eða þannig.

Á Spáni er svo margt annað en golf. Hér er sól og hér eru sundlaugar. Og annað. Hér er líka skyr. Okkur langar ekkert í það. Virðist vera ámóta „búðingur“ og það skyr sem okkur selt heima.

Smásaga í lokin. Við fórum á golfvöll í gær. Vorum að velta fyrir okkur að gerast félagar í sex mánuði. Það var ekkert sjálfsagðara. Áður en við borguðum háu fjárhæðina spurðum við um rástíma, hvenær við kæmumst í golf. „Í golf,“ hváði konan. Og bætti við að enga rástíma væri að fá fyrr en í nóvember. Hvenær í nóvember var ekki alveg ljóst. Við þökkuðum pent fyrir okkur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Erum alsæl með lendinguna. Þau sem hafa spilað á Römblunni vita að sá völlur er flottur og mjög krefjandi. Flott áskorun.

Í garðinum er fín sundlaug. Sundsprettirnir bíða betri tíma. Freistandi að fá sér sundsprett. Það verður gert.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: