- Advertisement -

Smærri sveitarfélög og nokkur önnur fjársvelt?

Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er ekki par sáttur við hugmyndir Sigurðar Inga. Ekki frekar en margir aðrir stjórnarliðar. Bjarni skrifaði eftirfarandi:

Það er eitt af lykilverkefnum stjórnvalda að tryggja byggðajafnrétti, tryggja jöfn tækifæri fólks, óháð búsetu. Samkvæmt drögum innviðaráðherra að breytingum á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, virðist hinsvegar eiga að ganga frá fámennustu sveitarfélögum landsins með fjársvelti. Framlög til Kaldrananeshrepps gætu þannig farið niður um 78,8%, Reykhólahrepps 53%, Súðavíkurhrepps 56,9 % og Strandabyggðar 37,1%.

Fleiri fengju skell. Skerðingarhlutfall til Tálknafjarðarhrepps gæti orðið 28,3%, Eyja- og Miklaholtshrepps 78,1% og Dalabyggðar 7,7%. Skerðingarhlutfall Árneshrepps væri 100%. Að taka svo snarlega niður framlög til sumra þessara sveitarfélaga setur þau á vonarvöl.

En það eru ekki bara litlu sveitarfélögin sem fá skell, þannig á Akranes yfir höfði sér stórfellda skerðingu á óljósum forsendum, tekjutap sem gæti numið nálægt 240 milljónir á ársgrunni. Hér eru ekki öll kurl komin til grafar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: