- Advertisement -

„Sme hættu þessu rugli“

Ellert B. Schram var vinnufélagi minn í nokkur ár. Góð ár. DV hafði gervigrasvöllinn í Laugardal í hádeginu alla föstudaga. Ellert var aðal. Elstur og bestur.

Svo kom að fjölmiðlamóti. Enginn spenntari en Ellert. Ég gat ekkert í fótbolta svo hann gerði mig að liðsstjóra. Átti að skipta mönnum út og inn. Allt gekk vel. Unnum okkar leiki. Alþýðublaðið var fámennur vinnustaður og átti varla lið. Þeir fengu þrjár konur til að spila með sér. Konurnar höfðu aldrei spilað fótbolta eins og DV gerði. Alþýðublaðið var með lakasta liðið.

Við náðum strax góðu forskoti og fyrir hálfleik var ljóst að við myndum vinna. Þegar staðan var orðin átta núll. Kalla ég: „Ellert næstur.“ Sem sagt hann átti að koma út af. Hann lét sem hann heyrði ekki í mér svo ég kallaði aftur og aftur og alltaf hærra og hærra.

Loks kom Ellert hlaupandi til mín og sagði ákveðinni röddu: „Sme hættu þessu rugli.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ellert var inn á alla leikina. Við unnum mótið og urðum fjölmiðlameistarar.

-sme

Á myndinni er Ellert að heilsa fyrirliða Liverpool á Laugardalsvelli.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: