- Advertisement -

Sósíalistaflokkurinn hefur víða skírskotun

Gunnar Smári skrifar:

„Framboð flokksins er ekki gos sem myndast utan um tiltekið málefni, tiltekna samfélagshópa eða fámenna forystu.“

„Framboð flokksins er ekki gos sem myndast utan um tiltekið málefni, tiltekna samfélagshópa eða fámenna forystu.“

Það sem er kannski merkilegast þarna er að Sósíalistar eru stærri en VG, Flokkur fólksins, Píratar og Viðreisn í Norðvesturkjördæmi og stærri en Miðflokkurinn, Flokkur fólksins, Píratar og Viðreisn í Norðausturkjördæmi, heimakjördæmi Sigmundar Davíðs.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Flokkar sem aðeins ná til fólks…

Þessi könnun, og aðrar eldri reyndar líka, sýna að Sósíalistar eiga erindi hvar sem er; til ungra og eldri, karla og kvenna, fólks í öllum stéttum (nema helst þeirra með hæstu launin) og um allt land.

Þetta er mikilvægt stjórnmálahreyfing í litlu landi. Flokkar sem aðeins ná til fólks á suðvesturhorninu eða aðeins til fólks á landsbyggðinni, ná fyrst og fremst til annars kynsins, bara til hinna betur settu eða aðeins til ungra eða gamalla hefur ekki í sér það span sem þarf til að móta stefnu sem hentar samfélaginu öllu.

Ástæðan fyrir þessu hjá Sósíalistum er að flokkurinn hefur verið byggður upp af þolinmæði af fjölda félaga á nokkrum árum. Framboð flokksins er ekki gos sem myndast utan um tiltekið málefni, tiltekna samfélagshópa eða fámenna forystu. Sósíalistaflokkurinn er stjórnmálaafl í smíðum sem hefur víða skírskotun og er byggt til að endast og hafa mikil áhrif á samfélagið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: