- Advertisement -

Sósíalistar inn – Flokkur fólksins úti

Gunnar Smári skrifar:

Engar breytingar eru á fylgi flokkanna milli kannana Gallup í maí og apríl, sú litla hreyfing sem merkja má er öll inn skekkjumarka. Til að merkja hreyfingu þurfum við að taka lengra tímabil.Prufum árið, þetta eru þær breytingar sem hafa orðið frá ármótum:

 • VG: +3,0 prósentustig
  Framsókn: +2,3 prósentustig
  Sósíalistaflokkurinn: +1,6 prósentustig
  Viðreisn: +0,9 prósentustig
 • Flokkur fólksins: engin breyting
 • Sjálfstæðisflokkurinn: –0,2 prósentustig
  Píratar: –0,9 prósentustig
  Miðflokkurinn: –1,9 prósentustig
  Samfylkingin: –4,9 prósentustig
Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta má draga saman í: Samfylkingin hefur tapað miklu og Miðflokkurinn nokkru. Samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni, VG og Framsókn, hafa unnið á og Sósíalistar nokkuð. Annað er óbreytt á þessum tíma sem kalla mætti for- for-kosningabaráttu.

Ef við tökum kjörtímabilið allt þá er þetta breytingin:

 • Sósíalistaflokkurinn: +5,4 prósentustig
 • Viðreisn: +4,2 prósentustig
 • Píratar: +1,8 prósentustig
 • Samfylkingin: +0,3 prósentustigFramsókn: –0,3 prósentustig
 • Sjálfstæðisflokkurinn: –1,7 prósentustig
 • VG: –2,2 prósentustig
 • Flokkur fólksins: –2,6 prósentustig
 • Miðflokkurinn: –3,7 prósentustig

Þetta má stytta í eftirfarandi lýsingu: Sósíalistar hafa vaxið (+5,4) á kostnað nýju hægri flokkanna, Miðflokks og Flokks fólksins (–6,3), og hin svokallaða frjálslynda miðja hefur kroppað aðeins (+6,3) af ríkisstjórninni (–4,2).

Þið takið eftir að þarna eru 11,7 prósentustig upp en 10,5 prósentustig niður. Mismunurinn ræðst af því að Björt framtíð og aðrir flokkar eru horfnir úr jöfnunni. Aðrir flokkar en þessir níu fengu 1,5% í kosningunum en mælast aðeins með 0,2% í könnun Gallup.

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn sem Guðmundur Franklín Jónsson stofnaði síðasta haust er því ekki að ná neinu flugi né heldur Landsflokkurinn sem Jóhann Sigmarsson stofnaði í Kringlunni fyrir skömmu.

Ef niðurstöður maí-könnunar Gallup yrðu úrslit kosninga yrði þingheimur svona (innan sviga er breyting frá núverandi þingmannafjölda, eftir flokkaflakk):

 • Ríkisstjórnin:
 • Sjálfstæðisflokkurinn: 16 þingmenn (óbreytt)
 • VG: 10 þingmenn (+1)
 • Framsókn: 7 þingmenn (–1)


Ríkisstjórnin alls: 33 þingmenn (óbreytt)

Stjórnarandstaða I (hin svokallaða frjálslynda miðja):

 • Samfylkingin: 8 þingmenn (óbreytt)
 • Píratar: 7 þingmenn (óbreytt)
 • Viðreisn: 7 þingmenn (+3)


Stjórnarandstaða I: 23 þingmaður (+3)

Stjórnarandstaða II (nýtt hægri)

 • Miðflokkurinn: 5 þingmenn (–4)
 • Flokkur fólksins: enginn þingmaður (–2)


Stjórnarandstaða II: 5 þingmenn (–6)

Stjórnarandstaða III, utan þings:
Sósíalistaflokkurinn: 3 þingmenn (+3)

Flokkur fólksins myndi falla af þingi samkvæmt þessu, eins og raunin hefur verið í svo til öllum könnunum Gallup síðan seint á árinu 2018, fyrir Klausturmál og klofning flokksins. Miðflokkurinn hefur tapað miklu á kjörtímabilinu og virðist í vanda með að ná flugi eftir cóvid. Samfylkingin missti flugið í upphafi for- for-kosningabaráttunnar og er nú aðeins við kjörfylgið 2017, sem er óásættanlegt fyrir marga félaga í þessum litla flokki með stóru sjálfsmyndina. Þetta eru þrír flokkar í vanda.

Eftir að hafa sigið mjög niður í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokki hefur staðan skánað hjá Framsókn og VG á fyrri hluta ársins. Hvort það eru afleiðingar þess að cóvid er að gefa eftir eða að þessum flokkum sé að takast að aðgreina sig frá Sjálfstæðisflokki, skal ósagt látið. En þetta eru tveir flokkar í viðspyrnu.

Sjálfstæðisflokkurinn er aðeins undir kjörfylgi en gæti gælt við einhvern bata í kosningabaráttu en Píratar eru aðeins yfir kjörfylgi en hafa sögu um að síga niður í kosningabaráttu. Þetta eru því flokkar sem kannski eru ekki að stefna að öðru en að halda sjó. Þetta eru tveir flokkar sem sitja fastir.

Viðreisn er eini stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi sem getur verið sæmilega sáttur við stöðuna frammi fyrir komandi kosningabaráttu. Sósíalistar hljóta líka að vera sáttir, það er einstakt að flokkur utan þings mælist þráfaldlega með þingmenn á þingi svona langt frá kosningum, það gefur tilefni til vonar um enn meiri árangur. Þetta eru tveir flokkar í sókn.

Ef við gefum okkur að Flokkur fólksins næði yfir 5% þröskuldinn og fengi þrjá þingmenn; hvaða flokkar myndu missa þingmenn? Það eru Sjálfstæðisflokkur, VG og Framsókn. Einhver kynni að draga þá ályktun af þessu að mikilvægt væri að ná Flokki fólksins yfir þennan þröskuld, þá myndi ríkisstjórnin falla. En aðrir myndi segja: Ástæða þess að ríkisstjórnin heldur velli er að Flokkur fólksins skemmir þarna rúmlega 4% atkvæða.

Eitt í lokin. Hvað er þessi könnun Gallup, með könnunartíma sem spannar allan mánuðinn ólík könnunum MMR (frá fyrstu viku maí) og Maskínu (frá annari til þriðju viku maí)?

Ef við leggjum MMR og Maskínu saman þá er lítill munur á þessum könnunum og maí-könnun Gallup; Framsókn er aðeins lægri hjá Gallup og Miðflokkurinn eilítið stærri. Annað er eins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: