- Advertisement -

„Stefnum í enn eitt ævintýrið og brotlendinguna í fjármálageiranum“

Von­andi verðum við ekki með svona lága vexti til fram­­­­tíð­­­­ar.

Þór Saari skrifar:

Stefnum í enn eitt ævintýrið og brotlendinguna í fjármálageiranum þegar komandi vaxtahækkanir munu setja öll þessi lán í uppnám. Á öllu árinu 2019 voru 83 pró­sent allra nýrra óverð­tryggðra hús­næð­is­lána hjá bönkum tekin á breyti­legum vöxt­um.

Lán með því sem á Íslandi er kallað „fastir breytilegir vextir“ eða bara „breytilegir vextir“ eru yfirleitt með þeim skilmálum að bankarnir geta breytt vöxtunum einhliða, sem er alveg galið út frá bæði neytendasjónarmiðum og fjármálastöðugleika.

Seðlabankastjóra sjálfum líkar þetta ágætlega enda alinn upp við „Kauphinking“ í fjármálum, en varaseðlabankastjórinn Rannveig veit hvað klukkan slær.

Rann­veig Sig­­­­urð­­­­ar­dótt­ir, vara­­­­seðla­­­­banka­­­­stjóri pen­inga­­­­mála í Seðla­­­­banka Íslands, lýsti til að mynda yfir áhyggjum af þess­­­ari þróun á blaða­­­­manna­fundi sem hald­inn var í lok ágúst. „Það sem maður hefur áhyggjur af, bæði út frá pen­inga­­­­stefn­unni og fjár­­­­­­­mála­­­­stöð­ug­­­­leika, er að heim­ilin séu að skuld­­­­setja sig of mikið á breyt­i­­­­legum vöxt­­­­um. Von­andi verðum við ekki með svona lága vexti til fram­­­­tíð­­­­ar. Það er kannski það sem maður hefur mestar áhyggjur af í dag varð­andi mið­l­un­ina til heim­ila.“

Miðlun peningamálastefnunnar (vaxtahækkanir) mun væntanlega ganga betur enda hefur hún verið næsta óvirk með alla þessa verðtryggingu, en megi guð hjálpa heimilunum þegar þar að kemur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: