- Advertisement -

Steindauðar spurningar Bergþórs

Bergþór Ólason er ekki svo frábrugðin mörgum öðrum þingmönnum. Aftur og aftur koma þingmenn í ræðustól með það sem er kallað óundirbúnar fyrirspurnir, sem oft eru samt undirbúnar, með hreint galnar spurningar. Spurningar sem ráðherrar komast létt hjá að svara. Gagnslausar og steindauðar spurningar.

Ég vel Bergþór þar sem ég heyrði hann vera með óundirbúnar spurningar til forsætisráðherra. Spurningar sem eru hreint fáránlegar og eru ekki til neins.

Skoðum: „Því spyr ég hæstvirtan forsætisráðherra, í fyrsta lagi: Telur forsætisráðherra að þörf sé á frekari orkuframleiðslu innan lands næstu áratugi, jafnvel í þá veru sem spár Orkustofnunar gera ráð fyrir?“

Hver sem er hefði getað svarað þessu. Hver getur séð áratugi fram í tímann, getur Bergþór það?

Svo kemur arfavitlaus spurning: „Í öðru lagi: Hvaðan áætlar forsætisráðherra að sú orka komi? Sér ráðherra jafnvel fyrir sér að teppaleggja láglendi landsins með vindmyllugörðum til að vinna á móti takmörkunum á hálendinu?“

Hér hefðu dugað að segja, nei. Steindauð spurning.

Hvað eru svona þingmenn að hugsa?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: