- Advertisement -

Sterk króna styttir Íslandsferðir

- samdrátturinn birtist í ójafnvægi í fjölda ferðafólks og seldra gistinátta.

Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum var töluvert sterkara á fyrstu fjórum mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Gengi Bandaríkjadollars var 12,4% lægra gagnvart krónu, gengi pundsins 23,9% lægra og gengi evru 15,8% lægra.

„Þrátt fyrir það fjölgaði gistinóttum erlendra ferðamanna á heilsárshótelum alls staðar á landinu milli ára. Þeim fjölgaði hins vegar ekki í samræmi við fjölgun ferðamanna,“ segir Hagsjá Landsbankans.

„Fjölgun ferðamanna á fyrstu fjórum mánuðum ársins nam 55,7% miðað við sama tímabil í fyrra borið saman við fjölgun gistinátta upp á 26,2%. Meðaldvalarlengd á þennan mælikvarða dróst saman um 19% og er það langmesti samdrátturinn sem mælst hefur í dvalarlengd hér á landi á þessu tímabili. Dvalarlengdin hefur verið að dragast saman á hverju ári í þeirri uppsveiflu sem hófst í ferðaþjónustu árið 2011. Það eru þó tvær undantekningar á því annars vegar árið 2012 þegar dvalarlengdin jókst um 9,3% og hins vegar í fyrra þegar hún jókst um 1%. Sé skoðuð fylgni á milli annars vegar breytinga í gengi krónu og breytinga í dvalarlengd hins vegar frá árinu 2003 milli fjögurra fyrstu mánaða hvers árs kemur í ljós jákvæð fylgni upp á 62%. Það þýðir með m.ö.o. að breytingar í dvalarlengd og breytingar í gengi fylgjast að með þeim hætti að styrking krónu styttir dvalarlengd en veiking hennar lengir dvölina.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: