- Advertisement -

Stinga ráðherrunum í rassvasann

Gunnar Smári:

„Þau ætla að taka ríkissjóð eins og hann leggur sig, ríkið sjálft, auðlindir lands og sjávar og þjóðina sjálfa sem bónus.“

Þetta er undantekningin. Hundruð milljóna, milljarðar, af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar runnu til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda sem enga aðstoð þurftu. Þeir fóru einfaldlega í röðina þar sem verið var að dreifa út ókeypis peningum. Í dag eru það ráðningastyrkir. Fyrirtæki sem vel eiga efni á að ráða fólk sækja laun sumarafleysingafólksins til Vinnumálastofnunar. í boði ríkisstjórnarinnar og þín.

Og hin auðugu hafa komist upp á bragðið. Næstu skref eru svokallaðir nýsköpunarstyrkir og orkuskiptastyrkir, eðlileg fjárfesting fyrirtækja mun verða styrkt úr ríkissjóði. Færið ykkur öryrkjar og aldraðir, námsfólk og sjúkir, atvinnulausir og fátækir; hin ríku eru mætt í röðina hjá ríkissjóði og þeim dugar ekki 240 þús. kr. á mánuði. Þau ætla að taka ríkissjóð eins og hann leggur sig, ríkið sjálft, auðlindir lands og sjávar og þjóðina sjálfa sem bónus. Þau stinga ráðherrunum í rassvasann og setjast á þá ef þeir hlýða ekki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: