- Advertisement -

Stjórnmálafólkið eitt vill endurreisa samfélagið á forsendum Samherja

Kvótakerfið hefur klofið þjóðfélagið.

Gunnar Smári skrifar:

Nú þegar þjóðir heims eru að nýta neyðarrétt sinn gagnvart þeirri vá sem við stöndum frammi fyrir og þjóðnýta einkarekin sjúkrahús og það sem þarf til að bjarga samfélaginu: ættum við ekki að þjóðnýta kvótann (sem við eigum í orði en ekki á borði)? Í fyrra drógu allra stærstu eigendur stórútgerðanna um 70-80 milljarða króna upp úr auðlindinni, um 10-12 fjölskyldur. Með gengisfalli krónunnar má ætla að þessi upphæð hækki upp í 110-130 milljarða króna á ári. Ætlið þið að taka á ykkur kaupmáttarfall, óvissu og tapaðar eignir á meðan þetta óréttlæti viðgengst? Kvótakerfið hefur klofið þjóðfélagið, innleitt í það óbærilegt óréttlæti og taumlausa spillingu. Fyrsta skrefið til undirbúnings endurreisnar samfélagsins er að eyða þessu krabbameini úr þjóðarlíkamanum. Það hefur enginn, nema stjórnmálafólkið, áhuga á að endurreisa samfélagið á forsendum Samherja. Við erum tilbúin að endurreisa samfélagið án Samherja, ekki með þeim og allra síst fyrir þá.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: