- Advertisement -

Stjórnmálamenn í sýndarveröld almannatengla

Styrmir Gunnarsson:
Það þýðir ekki fyr­ir stjórn­mál­in að bregðast við þeim með þeirri sýnd­ar­mennsku, sem um of hef­ur ein­kennt póli­tík síðustu ára­tuga.

„Það er ekki endi­lega víst að nú­ver­andi kyn­slóðir stjórn­mála­manna, sem hafa alizt upp í sýnd­ar­ver­öld al­manna­tengla, séu fær­ar um að taka upp breytta starfs­hætti og þess vegna sé kom­inn tími á kyn­slóðaskipti í stjórn­mál­um og að það fólk sem finn­ur vanda­mál­in á eig­in skinni taki við.“

Þannig skrifar Styrmir Gunnarsson í Mogga dagsins.

Hann skrifar: „Það má merkja, þegar talað er við ungt fólk sem er að ljúka há­skóla­námi, að það ger­ir sér grein fyr­ir því, að nýj­ar kyn­slóðir eru að hefja átök við al­vöru lífs­ins við óvenju­lega erfiðar aðstæður. Allt er í óvissu um at­vinnu­mögu­leika náms­manna í sum­ar, hvað þá um framtíðar­störf þeirra, sem eru að ljúka námi.

En það er ekki tóm svart­sýni, sem ein­kenn­ir tal þessa unga fólks. Sum­ir benda á, að þótt stóriðjan kunni að vera að skreppa sam­an séu mik­il tæki­færi í ann­ars kon­ar starf­semi sem bygg­ist á raf­orku, svo sem í gagna­ver­um, og bæði Össur og Mar­el séu dæmi um að ný­sköp­un geti skilað raun­veru­leg­um ár­angri.“

Og svo aftur að sýndarmennskunni: „Þetta eru al­vöru­spurn­ing­ar og al­vöru­vanda­mál og það þýðir ekki fyr­ir stjórn­mál­in að bregðast við þeim með þeirri sýnd­ar­mennsku, sem um of hef­ur ein­kennt póli­tík síðustu ára­tuga, þegar meiri áherzla hef­ur verið lögð á „upp­lif­un“ kjós­enda en raun­veru­leg vanda­mál í upp­bygg­ingu sam­fé­laga.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: