- Advertisement -

Stöðug aukning í 45 mánuði

islb1Efnahagur Kortavelta útlendinga, hér á landi nam þrettán og hálfum milljarði í  júní,og er það rúmum 24 prósentum meira en í fyrra, það er talið í krónum. Þetta er byggt ða tölum Seðlabankans og þegið af Morgunkorni Íslandsbanka. Aukningin kemur ekki á óvart, veltan hefur aukist á milli ára í hverjum einasta mánuði allt frá því í október 2010, eða samfellt 45 mánuði í röð. Á því tímabili hefur aukningin jafnframt verið að jafnaði 24 prósent á milli ára í mánuði hverjum.

Á fyrstu sex mánuðum ársins náðu erlendir ferðamenn að strauja kortin sín fyrir 47,5 milljarða króna. „Í krónum talið er þetta 27 prósent hærri fjárhæð en þeir straujuðu kortin sín á fyrstu sex mánuðum ársins í fyrra (sem þá var met), en 60% hærri fjárhæð og á sama tímabili 2012. Þetta rímar við tölur Ferðamálastofu um brottfarir erlendra ferðamanna frá landinu um Keflavíkurflugvöll (KEF). Samkvæmt þeim voru erlendir ferðamenn um 402 þúsund á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er 29% fjölgun frá sama tímabili í fyrra en 64% fjölgun sé borið saman við sama tímabil 2012,“ segir í Morgunkorninu.

islb2Eyðum minna en við fáum

Alls nam kortavelta Íslendinga í útlöndum rúmlega 8,1 milljarði í júní sl. Var kortaveltujöfnuður, þ.e. mismunur á kortaveltu útlendinga hér á landi og Íslendinga í útlöndum, þar með jákvæður um 5,4 milljarða í mánuðinum. Er hér um langhagfelldustu útkomu þessa jafnaðar frá upphafi í júnímánuði. Má hér til samanburðar nefna að í júní í fyrra var jöfnuðurinn jákvæður um 3,8 milljarða og árið þar á undan jákvæður um 2,6 milljarða. Enn meiru munar sé litið lengra aftur enda er ekki langt síðan að útlendingar náðu að toppa Íslendinga í þessum efnum í fyrsta sinn, en það gerðist í júní 2009. Fyrir þann tíma var kortavelta Íslendinga erlendis ávallt meiri en kortavelta útlendinga hér í mánuði hverjum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjáum fram á enn hagstæðari þjónustujöfnuð

islb3Á fyrsta ársfjórðungi var afgangur af þjónustujöfnuði vegna ferðalaga upp á 1,7 milljarð, sem er heldur betur viðsnúningur frá því sem áður var, enda hafði þessi hluti þjónustujafnaðar aldrei áður verið jákvæður á fyrsta fjórðungi. Á hinn bóginn hefur afgangur mælst af þjónustujöfnuði vegna ferðalaga á öðrum ársfjórðungi nú á eftirhrunsárunum, og hljóðaði hann upp á 7,5 milljarpa í fyrra sem er met. Út frá ofangreindum tölum má álykta að við séum að sjá fram á enn hagstæðari þjónustujöfnuð vegna ferðalaga á öðrum ársfjórðungi, en eins og við fjölluðum nýlega um má gróflega áætla að hann komi til með að vera um 12 milljarða á fjórðungnum. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikilvæg þessi þróun er fyrir gjaldeyrisflæði til og frá landinu, sér í lagi þar sem vöruútflutningur hefur verið heldur rýr þetta árið. Verður því áhugavert að sjá hvernig tölur um þjónustujöfnuð komi til með að líta út á öðrum ársfjórðungi, en þær verða birtar í byrjun september, segir í Morgunkorninu.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: