- Advertisement -

Stór hluti efnahagsaðgerðanna geigaði

Alltof mikið í húfi til að sýna hálfkák og láta fjármálastefnu Sjálfstæðisflokksins ráða för.

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar:

Ríkisstjórnin brást seint og illa við efnahagslegum afleiðingum kórónuveirunnar í samanburði við önnur Evrópuríki. Meðan stjórnvöld í kringum okkur réðust hratt í kraftmiklar aðgerðir fyrir fólk og fyrirtæki, dældu út styrkjum og ríkisábyrgðarlánum, var ríkisstjórn Íslands treg til að beita ríkisvaldinu af fullum þunga. Þegar þau loks hrukku í gang og kynntu aðgerðapakka sem átti að vera sá stærsti og merkilegasti í Íslandssögunni tók marga mánuði að koma ýmsum helstu aðgerðunum í gagnið, t.d. brúarlánum, stuðningslánum og lokunarstyrkjum. Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu og um leið með aðgerðum nágrannalandanna. Nú liggur fyrir að stór hluti efnahagsaðgerðanna hefur einfaldlega geigað og ekki skilað sér almennilega út í hagkerfið. Kreppan er fyrir vikið sársaukafyllri en hún hefði þurft að verða og atvinnuleysið meira.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ofan á allt þetta er komið  í ljós að í þessari dýpstu kreppu lýðveldissögunnar drógust fjárfestingar ríkisins beinlínis saman. Eða eins og segir í umfjöllun greiningardeildar Landsbankans: „Þrátt fyrir margboðað fjárfestingarátak ríkissjóðs sýndu fyrstu niðurstöður þjóðhagsreikninga fyrir árið 2020 rúmlega 14% samdrátt í opinberri fjárfestingu á milli fyrri árshelminga 2019 og 2020 á verðlagi hvers árs.“ Það koma fjárlög og fjármálaáætlun á morgun og nú verður ríkisstjórnin að standa sig í stykkinu. Alltof mikið í húfi til að sýna hálfkák og láta fjármálastefnu Sjálfstæðisflokksins ráða för.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: