- Advertisement -

Svandís og stóri dagurinn

Svandís Svavarsdóttir:

„Ísland er það með fyrsta Norðurlandaþjóðin til að aflétta öllum takmörkunum innanlands.“

Facebook 25.6.2021

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skrifar:

„Í dag er stór dagur, því á miðnætti falla úr gildi allar takmarkanir á samkomum innanlands. Þetta er gert í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Reglugerðir um samkomutakmarkanir innanlands hafa gilt frá því um miðjan mars í fyrra, með misströngum takmörkunum eftir stöðu faraldursins á hverjum tíma. Nú er það svo að í fyrsta sinn í rúma 15 mánuði eru ekki í gildi neinar takmarkanir á samkomum innanlands. Reglur um sýnatökur á landamærum taka breytingum 1. júlí.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ísland er það með fyrsta Norðurlandaþjóðin til að aflétta öllum takmörkunum innanlands. Bólusetningar hafa gengið vel; um 88% landsmanna hafa fengið fyrri eða báða skammta bóluefnis gegn Covid-19 og um 60% eru fullbólusett

Við höfum öll sýnt seiglu, dugnað, úthald og hlýju í þessu stóra verkefni – og það hefur skilað okkur á þann stað sem við erum í dag.

Til hamingju með daginn.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: