- Advertisement -

Sýnir á brautarstöð í Stokkhólmi

Mannlíf Harpa Dögg Kjartansdóttir opnaði nýlega einkasýninguna “som sammanklättrar i riktningar” sem staðsett er í sýningarrými úr gleri og stendur á miðjum lestarpallinum á lestarstöðinni Odenplan í Stokkhólmi. Formleg opnun verksins var 16. desember síðastliðinn en stendur til 5. mars 2106.

Harpa DöggHarpa Dögg vinnur verk sín með blandaðri tækni í ólíka miðla, frá stórum strúktúrum til lítilla smáatriða í staðbundnum innsetningum sem unnar eru út frá því rými sem verkið er í. Verkið er því aðeins að hluta til ákveðið fyrirfram því það er skapað í rýminu. Harpa vinnur með jafvægi og að allir hlutir verksins tengist á einhvern hátt, hvort sem það er til að halda öðrum uppi eða vísa í óvænta tenginu á milli hluta. Hún notast við fundna hluti, bæði notaða, nýja og samskeytta, í bland við teikningar, grafíkverk og skúlptúra. Efniviðurinn er tekinn úr sínu hefðbundna samhengi og fær nýtt hlutverk, gildi, frásögn og tungumál.

Næstkomandi einkasýning Hörpu er í Gallerí LarsPalm í Sandviken í Svíþjóð og opnar laugardaginn 20.febrúar.

Harpa Dögg Kjartansdóttir (f. 1982) útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2007 og lauk kennsluréttindum frá sama skóla vorið 2009. Síðasta vor lauk hún mastersnámi í myndlist frá Konstfack. Í dag býr hún og starfar í Stokkhólmi auk þess að stunda áframhaldandi nám við Dramatiska Högskolan og Konstfack. Hún hefur verið virk í listsköpun sinni og tekið þátt í fjölda sýninga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: