- Advertisement -

Það fyndnasta á Internetinu í dag

Gunnar Smári skrifar:

Fjármálaráðuneytið sendir frá sér réttlætingartilkynningu um leigu Ríkisskattstjóra af Pétri í Eykt, kannski vegna þess að ég skrifaði um þessa fáránlega ráðstöfun á Vísi í gær og ræddi hana í Harmageddon, sem varð til þess að frétt var skrifuð á Vísi. Þarna er ekkert sagt um leiguverðið, enda skammast ráðuneytið sig líklega fyrir það. En í stað þess er boðið upp á ótrúlegt þvaður um að skatturinn spari á að flytja í smærra húsnæði (eins og það myndi ekki gerast þótt skatturinn byggði sjálfur), að skatturinn losni við fjárbindingu (sem er þvæla varðandi opinberan rekstur, það er ekkert verra fyrir skattinn að geyma fé í húsnæði en að rétta karlinum í Eykt það í smærri skömmtum), að skatturinn losni við fjármögnun (fjármagn er alltaf ódýrara fyrir hið opinbera en einkaaðila, skatturinn borgar fjármögnun Péturs í gegnum leiguna. Auk þess er fjármagn ódýrt í dag og snjallt fyrir skattinn að byggja ef hann þarf að taka lán fyrir því) og að skatturinn losni við áhættu (öll áhætta varðandi húsið og viðhald þess er reiknuð inn í leiguna). Þessi tilkynning er svo mikið rugl og auk þess fáránlegt yfirvarp til að fela það að ráðuneytið getur ekki upplýst um leiguverðið, vitandi að þá sæju allir að það er að gefa þessum ríka kalli húsið á nokkurra ára fresti. Í venjulegu landi myndu blaðamenn stökkva á þessa tilkynningu og afhjúpa innihaldsleysi hennar, blekkingar og yfirvarp.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: