- Advertisement -

Það verður sem Bjarni taldi vera út í hött

Það er ánægjulegt að á síðasta þingdegi kjörtímabilsins skuli forsætisráðherra hafa tilkynnt ákvörðun ríkisstjórnar að ráðist verði í úttekt á efnahagslegum aðgerðum stjórnvalda vegna Covid.

Þannig skrifaði Ágúst Ólafur Ágústsson á þingdeginum í vikunni. „Þetta er sérstaklega athyglisvert því fyrir 14 mánuðum (!) lagði ég til að þetta nákvæmlega sama yrði gert en þá fann fjármálaráðherra því allt til foráttu. Orðaskipti okkar Bjarna frá apríl 2020 má sjá hér að neðan.“

Hann skrifar áfram: „Á sínum tíma skrifaði ég grein um þessa tillögu og má sjá hana hér í kommenti. Þar sagði ég m.a. við ættum að „ákveða hér og nú, að sett yrði á fót rannsóknarnefnd sem muni gera upp þær efnahagslegu aðgerðir sem nú er ráðist í vegna Covid-hrunsins”, rétt eins og var gert eftir bankahrunið (RNA). Þannig myndum við „tryggja best gagnsæi en ekki síst jafnræði í þeim aðgerðum sem þá var verið að ákveða og snertu hundruð milljarða kr. af fé almennings“.

Þetta var tillaga mín sem formaður Sjálfstæðisflokksins vildi, af einhverjum ástæðum, ekki sjá á sínum tíma. Hann meira að segja skrifar að slík úttekt sé „út í hött.“

En í morgun ákvað sem sagt ríkisstjórnin að ráðast í þessa úttekt en kannski gildir hér hið gamalkunna: Betra er seint en aldrei.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: