- Advertisement -

Þegar bóndasonur verður elíta

„Er það virkilega þannig nálgun sem við viljum, að þú sért elíta ef þú ert kosin á þing eða kosin í sveitarstsjórn? Þó þú komir beint úr slorinu? Ég bara hafna þessari uppsetningu. Ég er engin elíta. Ég er bara bóndasonur að norðan alinn upp á venjulegu sveitaheimili.“

Þetta er bein tilvitnun í orð forseta Alþingis, Steingríms J. Sigfússonar. Það er hárrétt hjá Steinrími að hann er bóndasonur að norðan og er alinn upp á venjulegu sveitaheimi. Hitt er ekki rétt. Þegar hann bjó í raun og veru á Gunnarsstöðum í Þistilfirði var hann ekki elíta. En síðan er liðin mörg ár. Reyndar mjög mörg.

Í dag er staða sveitapiltsins fyrrverandi allt önnur. Hann hefur breyst mikið. Hann hefur, ásamt vinnufélögum sínum, sniðið leikreglurnar að sér. Þeir hafa annan og betri lífeyrissjóð, óhófleg eftirlaun, endalausar greiðslur fram og til baka og svo hafa þeir girðingar og Víkingasveit til að halda almennu fólki sem fjærst sér.

Allt hefur þetta breytt hugarfari þeirra sem eru innan girðingar. Annað er bara lífsins ómögulegt. Og dæmi sanna svo sannarlega. Aksturpeningar, ferðapeningar, greiddir reikningar og styrkir ýmiskonar sanna þetta og eins hreint út sagt magnaðar launahækkanir sem gerir Steingrím og félaga meðal tekjuhæstu stjórnmálamanna veraldar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Enginn vafi leikur á að Steingrímur J. Sigfússon er í elítunni. Hann situr þar á fremsta bekk. Hvorki meira né minna.

Sigurjón M. Egilsson.

Greiðslur Alþingis til Steingríms fyrstu fimm mánuði þessa árs. Í fyrsta dálki eru launin hans, síðan fastur kostnaður sem þingið borgar, sennilega vegna þess að hann hefur ennh lögheimili í sveitinni og þriðja er annar kostnaður, en hann hefur samt einkabíl og einkabílstjóra.

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: