- Advertisement -

„Þetta er leiktjaldaríkisstjórn“

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, benti Alþingi á að fyrrverandi ríkisstjórn hefði kannað og skýrt húsnæðisvandann. Núverandi ríkisstjórn hefði hins vegar ekki nýtt sér þá vinnu sem er að baki.

„Það verður hins vegar ekki séð að þessi ríkisstjórn hafi gert nokkuð með þær tillögur þrátt fyrir að henni hafi nokkrum sinnum verið bent á að það gætu verið ágætishugmyndir þar til lausnar á húsnæðisskorti á höfuðborgarsvæðinu. Nei, ríkisstjórnin raknaði úr rotinu ári síðar og skipaði starfshóp. Það er vissulega vel,“ sagði Þorsteinn.

„Ég hef þó ekki mjög mikla trú á þeim starfshópi ríkisstjórnarinnar, ekki frekar en öðrum starfshópum,“ sagði hann og hélt svo áfram:

„Það nefnilega virðist afskaplega lítið komast til framkvæmda hjá þessari blessuðu ríkisstjórn. Henni tekst ekki að leggja mál sín fram samkvæmt áætlun, ekki nema að hálfu leyti í besta falli, og ég óttast að það verði örlög starfshópsins eða tillagna hans að fáar þeirra komist nokkurn tímann til framkvæmda. Ég hygg reyndar að sá vandi muni hafa leyst sig sjálfur áður en ríkisstjórnin kemst að þeirri niðurstöðu hvernig best sé að leysa hann, slíkt er verkleysi ríkisstjórnarinnar. Þetta er leiktjaldaríkisstjórn, ekki framkvæmdaríkisstjórn.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: