- Advertisement -

Þingmaður svarið er já, þú ert vanhæfur

Hér er grundvallarspurning hjá útgerðarmanninum á Alþingi. Bændur á þingi eru vanhæfir til að ráða eigin kjörum og sama á við um útgerðarmenn á Alþingi.

Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins og útgerðarmaður, skipar sér í lið með stjórnarþingmönnum um að frumvarp til að lækka veiðigjöld á útgerðina. Þá um leið að lækka veiðigjöldin sem þingmaðurinn Sigurður Páll Jónssson á að greiða.

Í Fréttablaðinu er hann spurður hvort hann sé ekki vanhæfur sökum hagsmunanna sem hann hefur verði frumvarpið að lögum.

Sigurður Páll svarar með spurningu. „Þá eru nú ansi margir vanhæfir. Eru þá ekki bændur vanhæfir að ræða búvörusamninga?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svarið við spurningu Sigurðar Páls er svo sjálfsagt að það á varla að þurfa að ræða það. Svarið er já. Bændur eru vanhæfir til að fjalla um mál sem varða þá svo miklu sem raun er á. Bændur á Alþingi Íslendinga hafa samt greitt atkvæði um búvörusamninga og útgerðarmenn á þingi hafa greitt atkvæði um kvóta til þeirra sjálfra og hvað eina.

Samt á svarið að vera; já. Það er ótækt að þingmenn greiði atkvæði um eigin hag.

Í lok viðtalsins í Fréttablaðinu segir þingmaðurinn og útgerðarmaðurinn Sigurður Páll Jónsson Miðflokki: „Ég er þingmaður og hef ekki skoðað mín mál í sambandi við þetta. Ég reikna með að fá afslátt enda er reksturinn þungur og margir hafa gefist upp.“

En ertu þá ekki vanhæfur?

„Nei ég get ekki séð það, getur þú séð það?“

Ég var ekki spurður, en sem fyrr er mín skoðun sú að Sigurður Páll er fullkomlega vanhæfur í málinu. Það er hins vegar grafalvarlegt mál að hann skuli ekki sjá það.

-sme

 

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: