- Advertisement -

Þingmenn fá hækkun en öryrkjar ekki

„Það er með ólíkindum að lesa um gríðarlega launahækkanir þingmanna um síðustu áramót en í krónum talið falla þessar hækkanir ekki mjög vel að því umhverfi sem Alþingi starfar í. Hjúkrunarfræðingar með lausa samninga, starfsmenn á vinnumarkaði hafa ekki getað séð launahækkanir upp á annað hundrað þúsund,“ skrifar Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og nú fyrsti varaforseti ASÍ eftir óvænta afsögn Vilhjálms Birgissonar.

„Öryrkjar fá ekki neitt í líkingu við þetta! Ellilífeyrisþegar sitja ekki við sama borð,“ skrifar Kristján Þórður. Áfram skrifar hann:

„Ég heyri ekki Samtök atvinnulífsins þenja sig yfir þessum hækkunum. Annað var nú uppi með almennt launafólk þar sem samtökin vildu að hið venjulega launafólk myndi setja lífeyrisgreiðslur sínar í „púkkið“.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kristjáni Þórði er alvara í huga:

„Staðan í samfélaginu er gríðarlega alvarleg, það fer ekki framhjá neinum og hefur blasað við undanfarnar vikur og mánuði. Við höfum lagt gríðarlega til málanna að undanförnu sem verkalýðshreyfing og munum halda áfram að finna leiðir til að tryggja stöðu launafólks í samfélaginu. Þetta innlegg er ekki í anda þess við þessar aðstæður.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: