- Advertisement -

Þingmenn hristu hausinn

„En við ætlum að halda sjó þegar kemur að gjaldtöku á bifreiðum líkt og fyrri ríkisstjórn.“

Kristrún Frostadóttir.

„Kemur ekki til greina að endurskoða áform ríkisstjórnarinnar um auknar og íþyngjandi álögur á atvinnulífið í formi skatta, vörugjalda, veiðigjalda o.s.frv., þannig að við getum samið við atvinnulífið um að vinna okkur út úr þessu og koma okkur af stað aftur? Þannig höfum við getað brugðist við, samtaka í þessu samfélagi til að bregðast við svona áföllum,“ spurði Jón Gunnarsson Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra:

„Varðandi yfirlýsingar hér um hvort við eigum að hætta við vörugjöld. Nú er það þannig að þessi ríkisstjórn er að fara sömu leið og síðasta ríkisstjórn, sem var studd af síðasta þingmeirihluta, sem gerði ráð fyrir því að gjöld af ökutækjum myndu hækka upp í 1,7% af vergri landsframleiðslu. Og þeir sem hrista hausinn hér inni geta litið á fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar til að sjá að hér hefur ekkert breyst í samhengi þeirra hluta. Þá þarf að taka ákvörðun um hvort við ætlum að fara þá leið að fara í allsherjarminnkun á gjaldtöku, mestu minnkun sem hefur sést á seinni tímum þegar kemur að gjaldtöku á bifreiðum. Þetta er útfærslan sem þessi ríkisstjórn er að fara með núna og er komin inni í efnahags- og viðskiptanefnd og er til umræðu þar. En við ætlum að halda sjó þegar kemur að gjaldtöku á bifreiðum líkt og fyrri ríkisstjórn. Og varðandi gjöld sem snúa að — eða auðlindagjöld í sjávarútvegi þá ætlum við að standa við það sem hér var samþykkt í vor og veita þar með ákveðinn fyrirsjáanleika í sjávarútvegi ef við stöndum við þær breytingar sem orðið hafa í þessu þingi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: