- Advertisement -

Þjónar þeirra allra ríkustu

Þórður Snær Júlíusson skrifar aldeilis fína grein á Kjarnyrt. Hann miðar helst á Sjálfstæðisflokk og Miðflokk. Í greininni er graf sem segir ansi margt. Fyrst að broti um Miðflokkinn:

„Miðflokkurinn hefur til að mynda lofað að „gefa“ þjóðinni eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hlut sem þjóðin á nú reyndar þegar. Ábúðarfullur og landsþekktur frambjóðandi flokksins segir kjósendum frá því með þægilega dinner-tónlist undir í Facebook-auglýsingu að hver landsmaður muni fá andvirði hlutabréfa upp á 370 þúsund krónur í gjöf frá flokknum kjósi þeir hann.“ 

Áður en við kíkjum á grafið merkilega er best að sýna hér sýnishorn af skrifum um Sjálfstæðisflokk:

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur, nokkuð óvænt, rekið alveg skelfilega andlausa kosningabaráttu. Hin vel þekkta kosningavél, sem allir hafa beðið eftir að trekkist í gang, virðist hálf máttvana. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Flokkurinn hefur síðustu árin dundað sér við að innleiða ófjármagnaðar skattalækkanir upp á tugi milljarða króna. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna svart á hvítu að þær skattalækkanir hafa að uppistöðu nýst þeim tíu prósentum landsmanna sem þéna mest.“ 

Þá er komið að bláköldum raunveruleikanum:

Um þetta verður væntanlega kosið á laugardaginn. Við sjáum stefnu síðustu ríkisstjórna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft formann sinn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu nánast allan þennan tíma. Er ekki komið nóg?

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: