- Advertisement -

Þorsteinn kallar eftir virðingu

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi ráðherra og núverandi forstjóri, er í löngu viðtali í viðskiptakálfi Moggans.

„Mér líkar illa sú orðræða sem felur í sér að þjófkenna atvinnurekendur og tel það til skammar fyrir verkalýðsforystuna sem á að vita betur. Umræðan ætti að einkennast meira af gagnkvæmri virðingu og skilningi,“ segir Þorsteinn.

Hann er ekki spurður hvað hann eigi við. Fyrst koma í hugann ábendingar um launaþjófnað.

„Nú erum við í þeim veruleika að hagkerfið hefur tekið á sig mikið högg og við verðum að setjast niður og spyrja hvernig fyrirtækin eigi að takast á við það. Og ekki aðeins fyrirtækin, heldur eru ríki og sveitarfélög komin í mikinn hallarekstur og þurfa að taka á sig verulegar launahækkanir á næsta ári. Við þekkjum það frá árunum fyrir þjóðarsátt að víxlhækkanir launa og verðlags skila að lokum engum kaupmætti. Það er mikilvægur lærdómur sem ekki má gleyma.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: