- Advertisement -

Þurfa lögmenn til að kría út lokunarstyrkina

Konráð Gíslason, sem er hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir ótíðindi í forsíðufrétt Fréttablaðsins. Ef satt er þetta þungur áfellisdómur yfir ríkisstjórn Íslands. Ekki síst yfir Bjarna Benediktssyni.

Í fréttinni segir: „Fram kom í gær að dæmi væru um að minni fyrirtæki hefðu þurft að verja stórum hluta lokunarstyrksins í lögmannskostnað til að harka út styrkina frá skattinum.“ Þetta er ótrúlega galið.

Konráð Gíslason segir: „Ef rétt er þá er úrræðið fallið um sjálft sig. Það þurfa að vera skýr skilyrði fyrir styrkjum, ef kerfið er orðið of flókið þá erum við ekki að nýta peninga skattgreiðenda vel. Þetta þarf að vera einfalt og sveigjanlegt til að styrkirnir renni til sjálfra fyrirtækjanna og starfsfólks þeirra.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: