- Advertisement -

Til skammar að sættast á áframhaldandi ástand

Sólveig Anna skrifar:

Ég vann í tíu ár á einum af leikskólum borgarinnar. Ég elskaði vinnuna mína en ég upplifði það sem persónulega móðgun í hvert skipti sem ég fékk litlu launin fyrir mína miklu unnu vinnu. Ég gat aldrei skilið verðmætamatið sem stýrði för í ákvarðanatöku yfirvalda í borginni; endalausir fjármunir til að útdeila hingað og þangað en aldrei nóg til að tryggja góða og mannsæmandi afkomu þeirra sem vinna við „undirstöðuatvinnugreinina“ sem vinna í íslenskum leikskóla sannarlega er.

Vinkona mín hefur starfað í leikskóla reknum af borginni í 23 ár, frábær manneskja og frábær samstarfskona, elskuð af börnum og foreldrum. Hún fær í laun 348.566 krónur og eftir að hún hefur greitt skatta og gjöld standa eftir umþb. 280.000 krónur. Eftir 23 ár í þjónustu borgarinnar, við að annast börnin okkar. Á sama tíma er hægt að auglýsa (hvað í ósköpunum þarf borgin að auglýsa svona mikið?) fyrir milljarð. 

Þú gætir haft áhuga á þessum
Ef við tryggjum það erum við komin miklu lengra í að útbúa skemmtilegt samfélag en með nokkrum öðrum aðferðum.

Og aftur undrast ég verðmætamatið. Og ég spyr: Er ekki nóg komið? Getum við ekki sameinast um að samfélagsleg „gildi“ okkar séu þau að góð afkoma þeirra sem gæta barna sé mjög mikilvæg, mikilvægari en vinsældarkeppni borgaryfirvalda og óseðjandi löngun þeirra í að hlotnast viðurkenning fyrir að vera skemmtileg? Vegna þess að þótt að það sé gaman að hafa gaman er samt skemmtilegra að öllum líði vel og að öll séu metin að verðleikum. Ef við tryggjum það erum við komin miklu lengra í að útbúa skemmtilegt samfélag en með nokkrum öðrum aðferðum. 

Ég vona að þau sem búa með okkur í þessari borg styðji kröfur okkar, í ljósi þess að það er einfaldlega til skammar að sætta sig við áframhaldandi ástand.


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: