- Advertisement -

Tilrauninni um nýfrjálshyggjuna er lokið

- Ragnar Önundarson skrifar grein þar sem hann ræðir núfrjálshyggjuna og afleiðingar hennar.

Umræðan Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur skrifar langa grein í Morgunblaðið. Þar rekur hann sögu nýfrjálhyggjunnar og afleiðingar hennar. Ragnar vill að nú verði snúið af braut nýfrjálshyggju.

Ekki gætt hagsmuna neytenda

Í greininni segir meðal annars: „Skylt er að læra af reynslunni. Að horfa aðgerðalaus á hagstjórnina fara úr böndum aðeins áratug eftir að hér varð hrun, mesta niðursveifla og harkalegasta brotlending í manna minnum, er algjörlega óásættanlegt. Nýfrjálshyggjan setur allt traust sitt á markaði. Talsmönnum hennar hugkvæmdist ekki að kanna hvort sæmilega virkir markaðir væru til staðar áður en henni var troðið upp á íslenska velferðarsamfélagið. Það eru helst markaðir með notaða bíla og notaðar fasteignir sem virka sæmilega. Flestir aðrir eru fákeppnismarkaðir, sumir með markaðsráðandi aðilum. Samkeppnisyfirvöldin eru vön að samþykkja góðfúslega sérhverja ósk um samruna og aukna fákeppni með skilyrðum sem fljótt gleymast. Þau hafa allar götur frá því samkeppnislög tóku gildi vanrækt að gæta hagsmuna neytenda. Þau hafa brugðist. Fyrir bragðið eru nær allir helstu markaðir landsins illa verkandi fákeppnismarkaðir og sjálftaka eigenda og stjórnenda á fjármunum viðskiptavinanna, almennings, orðin meginregla.“

„Moðið á miðjunni er skást

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég nefndi að menn hefðu borið gæfu til að hverfa frá trúarsetningunum og gera þess í stað það sem var skynsamlegt. Nú væri skynsamlegt að viðurkenna að tilrauninni um nýfrjálshyggjuna er lokið. Það ætti Sjálfstæðisflokkurinn að gera á næsta landsfundi. Gamla sænska velferðarkerfið, blandaða hagkerfið og ,,moðið á miðjunni“ er þrátt fyrir alla sína galla það skásta sem við þekkjum,“ skrifar Ragnar í lok greinar sinnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: