- Advertisement -

Treyst á minnisleysi þeirra eldri?

Þau Ragnheiður og Óli Björn sátu þá bæði á Alþingi og samþykktu þessi skerðingarlög athugasemdalaust.

Hrafn Magnússon sá sig knúinn til að rifja aðeins upp:

„Var að horfa á þáttinn „Lífið er lag“ á sjónvarpsstöðinni Hringbraut en þátturinn fjallar um hagsmunamál eldri borgara.
Að þessu sinni voru höfð viðtöl við fyrrverandi og núverandi alþingismenn, þau Ragnheiði Ríkharðsdóttir og Óla Björn Kárason.
Það kom skýrt fram hjá þeim báðum í þessum viðtölum að skerðingar í almannatryggingakerfinu gagnvart eldra fólki væru alltof miklar.
Lögin um almannatryggingar um 45% skerðingu á allar tekjur og samtals 75 þús. kr. frítekjumark var samþykkt á Alþingi í október 2016, þrátt fyrir hávær mótmæli eldri borgara.
Þau Ragnheiður og Óli Björn sátu þá bæði á Alþingi og samþykktu þessi skerðingarlög athugasemdalaust.
Þau halda kannski í dag að eldri borgarar séu búnir að gleyma þeirra afstöðu og samþykki haustið 2016 fyrir þessum skerðingum?
Svo er ekki en batnandi mönnum er best að lifa.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: