- Advertisement -

Trump hættir ekki að henda skít í Dani

Hann þolir greinilega illa að konur fari fyrir ríkjum sem forsætisráðherra.

Marinó G. Njálsson skrifar:

„Stóra barnið“ í Hvíta húsinu er ekki hætt að henda skít í Dani fyrir að verða ekki við kjánalegri beiðni þess um að selja Bandaríkjunum Grænland. Ómögulegt er að skilja hugsanagang mannsins, en bandarískir vinir mínir skammast sín óendanlega mikið fyrir orð hans og athafnir.

Áhugavert hefur verið að fylgjast með því undanfarin ár hvernig núverandi forseti Bandaríkjanna hefur reynt að reka fleyg á milli Bandaríkjanna og hefðbundinna samstarfsþjóða þeirra í Evrópu. Hann þolir greinilega illa að konur fari fyrir ríkjum sem forsætisráðherra, því árásir hans á Angelu Merkel og Theresu May voru ósvífnar og sýndu að maðurinn er karlremba af versta tagi. Ekki var Mette Frederiksen búin að vera nema nokkrar vikur sem forsætisráðherra í Danmörku, þegar Trump beindi sjónum sínum að Danmörku og núna henni sjálfri. Hún á að hafa verið dónaleg, þegar hún sagði sannleikann um að hugmynd Trump um að Danir seldu Bandaríkjunum Grænland væri fjarstæðukennd. Hugmyndin er ekki bara fjarstæðukennd, hún er barnaleg og argasti dónaskapur í garð Grænlendinga. Eins og þeir og þeirra heimaland geti bara gengið kaupum og sölu, vegna þess að Trump fær flugu í höfuðið!

Ekki var Mette Frederiksen búin að vera nema nokkrar vikur sem forsætisráðherra í Danmörku, þegar Trump beindi sjónum sínum að Danmörku og núna henni sjálfri.

Viðbrögð Trump eru fyrirsjáanleg. Fyrst talar hann niður til Mette Frederiksen og síðan gerir hann lítið úr framlagi Dana til NATÓ samstarfsins. Hvorutveggja skammarlegt og sérstaklega það síðara, þegar haft er í huga að Danir hafa verið hvað virkastir Evrópuþjóða í hinu fáránlega stríði sem Bandaríkin hófu í Afganistan snemma á þessari öld og ekki sér fyrir endann á. Mannfall Dana í Afganistan hefur verið þjóðinni mikil harmur. Danir hafa misst 43 hermenn þar, sem er hlutfallslega jafnmikið og Bandaríkin sé miðað við höfðatölu. Afstaða síðustu ríkisstjórnar var hins vegar að bíta í skjaldarrendurnar og bera harm sinn í hljóði. Þetta væri fórnin sem þjóðin þyrfti að færa til að vera í hernaðarsamstarfi innan NATÓ. Hætt er við að krafa almennings í Danmörku verði enn harðari um að Danir dragi sig út úr þessu fáránlega stríði sem kemur upprunalegum tilgangi NATÓ ekkert við. Bandarískur herhöfðingi ákvað að sýna Dönum stuðning sinn og svaraði Trump með eftirfarandi orðum:

„@realDonaldTrump Denmark, a country of fewer than than 6 million, had 43 people killed in action while supporting us in Afghanistan. You are pathetic.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: