- Advertisement -

Um hvað er þingmaðurinn að tala?

„Fá fé­lög eru skráð á markaðinn og þar mættu vera fyr­ir á velli fleiri og fjöl­breytt­ari fjár­fest­ar. Það myndi styrkja fjár­mála­markaðinn að fá fjöl­breytt­an hóp ein­stakra fjár­festa með mis­mun­andi lífsmarkmið og lífs­gildi til að eiga viðskipti á markaðnum. Fjöl­breytt­ari hóp sem sér virði fyr­ir­tækj­anna í víðara ljósi. Það gef­ur fyr­ir­tækj­um auk­in tæki­færi til að fá metið það góða starf sem þau leggja í rekst­ur, um­hverf­is- og jafn­rétt­is­mál sem dæmi.“

Þetta moð er eftir Vilhjálm Árnason þingmann Sjálfstæðisflokksins og er birt í Mogganum i dag. Hvað ætli þingmaðurinn hafi verið hugsa þegar hann skrifaði þetta?

Fyrst datt mér í hug að hann væri að tipla á tánum í námunda við einkavæðingu bankanna. Kannski er það rétt?

Svo kemur þetta:

„Af þess­um sök­um höf­um við nokkr­ir þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins lagt fram frum­varp á Alþingi sem end­ur­vek­ur heim­ild til að draga frá tekju­skatti kaup á skráðum hluta­bréf­um og hlut­deild­ar­skír­tein­um verðbréfa- og hluta­bréfa­sjóðs sem skráðir eru á skipu­leg­an verðbréfa­markað eða fjár­festa ein­göngu í skráðum hluta­bréf­um. Nái frum­varpið fram að ganga mun ís­lensk­ur hluta­bréfa­markaður efl­ast, fjöl­breytt­ari sjón­ar­mið koma fram við fjár­fest­ing­ar og val­kost­um fólks til að ávaxta fé sitt fjölg­ar.“

Það var og. Þingmennirnir vilja sparifé almennings í enn frekari mæli í áhætturekstur.

„Þetta er að mínu mati hluti af nauðsyn­legri viðleitni til að dýpka markaðinn – gera hann virk­ari og verðmynd­un þar eðli­legri. Það er enda ein af grunn­stefn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins að fólk sé fjár­hags­lega sjálf­stætt og þátt­taka í at­vinnu­líf­inu sé sem mest. Við vilj­um samþætta bet­ur hags­muni bæði fyr­ir­tækj­anna og fólks­ins en um leið auka skiln­ing á frjálsu viðskipta­lífi. Oft var þörf en nú er nauðsyn.“

Hvað segir aftur í laginu góða: „Haltu kjafti“.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: