- Advertisement -

Uppgjör í forystusveitum flokkanna?

Fréttaskýring eftir Gunnar Smára:

Hér eru íslenskir ráðherrar í samanburði við nokkra erlenda stjórnmálamenn, flesta sem glíma við alvarlegt vantraust á sínum heimaslóðum:

  • Lilja Dögg Alfreðsdóttir: 87,6% ánægð / -12,4% óánægð = 75,1% nettó
  • Angela Merkel: 69,8% ánægð / -30,2% óánægð = 39,6% nettó
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir: 69,5% ánægð / -30,5% óánægð = 38,9% nettó
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson: 57,5% ánægð / -42,5% óánægð = 15,1% nettó
  • Guðlaugur Þór Þórðarson: 55,6% ánægð / -44,4% óánægð = 11,2% nettó
  • Katrín Jakobsdóttir: 52,9% ánægð / -47,1% óánægð = 5,8% nettó
  • Sigurður Ingi Jóhannsson: 47,4% ánægð / -52,6% óánægð = -5,3% nettó
  • Donald Trump: 41,4% ánægð / -53,2% óánægð = -11,8% nettó
  • Ásmundur Einar Daðason: 42,1% ánægð / -57,9% óánægð = -15,8% nettó
  • Emmanuel Macron: 37,0% ánægð / -63,0% óánægð = -26,0% nettó
  • Svandís Svavarsdóttir: 33,1% ánægð / -66,9% óánægð = -33,9% nettó
  • Bjarni Benediktsson: 32,6% ánægð / -67,4% óánægð = -34,7% nettó
  • Jeremy Corbyn: 28,6% ánægð / -71,4% óánægð = -42,9% nettó
  • Theresa May: 28,2% ánægð / -71,8% óánægð = -43,6% nettó
  • Kristján Þór Júlíusson: 27,4% ánægð / -72,6% óánægð = -45,2% nettó
  • Sigríður Á Andersen: 17,3% ánægð / -82,7% óánægð = -65,3% nettó
Lilja Dögg Alfreðsdóttir ber höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálamenn, jafnt íslenska sem erlenda.

Eins og sjá má er traust til íslensku ráðherranna lítið, fimm þeirra mælast með minna traust en Donald Trump og tveir þeirra með minna traust en Theresa May, sem er í raun dáin pólitískt. Bjarni Ben á varla langa framtíð í pólitík og Svandís Svavarsdóttir er alvarlega löskuð eftir aðeins eitt og hálft ár í heilbrigðisráðuneytinu. Þórdís Kolbrún og Guðlaugur Þór koma vel út í samanburðinum við Bjarna Ben, en reikna má með því að þau sláist um formannsstólinn þegar Bjarni gefst upp (sem margir spá að muni gerast fyrr en seinna). Ásmundur Einar getur varla gert sér vonir um formannsstól Framsóknar þegar Sigurður Ingi hættir, en Lilja ætti að geta krafist hans þegar hún kærir sig um. Katrín Jakobsdóttir er varla skugginn af sjálfri sér, miðað við vinsældir hennar fyrir síðustu kosningar, er aðeins rétt fyrir ofan miðju í ráðherraliðinu. Sigríður Á. Andersen hefur líklega sett met í óvinsældum ráðherra, draumar stuðningsmanna hennar um að hún eigi endurkomu inn í forystusveit Sjálfstæðisflokksins munu ekki rætast – nema þá flokkurinn skreppi niður í harðlínu-hægriflokk með 5% fylgi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: