- Advertisement -

Uppistandarar Miðflokksins

Þingflokkur Miðflokksins er með sérstakan skemmtiþátt á midflokkurinn.is. Þeir birtast þar á fimmtudagskvöldum, enda heitir prógrammið þeirra: „Sjónvarpslausir fimmtudagar“. Bergþór Ólason, sem einn og sér telur helming þingflokksins, skrifar í Moggann um tilgang grínsins.

„Við vild­um gera liðið ár upp með skemmti­leg­um hætti og gerðum því sér­staka ára­móta­út­gáfu þar sem fram fór árs­upp­gjör Sjón­varps­lausra fimmtu­daga – SLF-verðlaun­in. Verðlaun voru veitt í 75 flokk­um hvorki meira né minna. Sum þeirra gegn­sýrð af léttu gríni og kald­hæðni (sem þarf að verða meira af á nýju ári) en önn­ur voru án alls slíks. Öllum liðum fylg­ir rök­stuðning­ur og létt umræða.

Sem dæmi voru veitt verðlaun fyr­ir sölu­mann árs­ins. Þau fóru lóðbeint til for­stjóra banka­sýsl­unn­ar sem seldi ekki bara Íslands­banka eins og þekkt er orðið held­ur líka banka­söl­una til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is. Svo var innviðaráðherra krýnd­ur gjald­heimtumaður árs­ins af aug­ljós­um ástæðum og um­hverf­is­ráðherra titlaður vís­indamaður árs­ins enda ætl­ar hann að banna rann­sókn­ir í ís­lenskri efna­hagslög­sögu. „Villi árs­ins“ var svo auðvitað Vil­hjálm­ur Birg­is­son verka­lýðsleiðtogi, sem braut ís­inn hvað samn­inga varðar á liðnu ári. Gjaldþrot árs­ins féll svo skuld­laust í skaut Reykja­vík­ur­borg­ar.

Um­rædd­ur þátt­ur og all­ir hinir eru aðgengi­leg­ir á helstu hlaðvarps­veit­um svo sem Spotify og Pod­be­an en líka á heimasíðu Miðflokks­ins. Einnig má lesa sig í gegn­um verðlauna­af­hend­ing­una á vef Miðflokks­ins, www.midflokk­ur­inn.is.

Við hlökk­um til nýs árs, nýs þing­vet­urs, fleiri sjón­varps­lausra fimmtu­daga og erum bara rétt að byrja.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: