- Advertisement -

Valdið kemur frá fólkinu

„Í lýðræðisríkjum kemur allt vald frá fólkinu í landinu og hér í dag hverfist umræðan um að fólkið í landinu, þ.e. þau okkar sem hafa kosningarrétt, standi jafnfætis, að hér ríki jafnræði en ekki ójafnræð,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þegar þingmenn töluðu um jafnt vægi atkvæða.

„Það er grundvallarréttur fólks að geta gengið til kosninga og að allir geti með atkvæði sínu þannig haft áhrif á stefnu og stjórn ríkisins. Við í musteri lýðræðisins tölum oft um jafnan atkvæðisrétt eins og það skipti ekki máli, eins og einhver önnur lögmál eigi að gilda, eins og það sé eðlilegt að á Íslandi ríki ójafnræði milli landsmanna þegar kemur að vægi atkvæða, ójafnræði vegna búsetu á sama tíma og okkur þætti algjörlega fráleitt að láta slíkt ójafnræði á vægi atkvæða gilda vegna annarra þátta, eins og kyns, stéttar eða trúar,“ sagði hún.

Helga Vala bætti við: Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu hefur sinnt kosningaeftirliti um heim allan, bæði þar sem lýðræðishalli er þekkt ógn en einnig í ríkjum sem þykja hafa sterkar lýðræðisrætur eins og Ísland. Það hefur hún einmitt gert og komið í kjölfarið með ábendingar sem íslenskum stjórnvöldum hefur því miður ekki enn þá tekist að bregðast við. Ábendingar þeirra lúta einmitt að þessum lýðræðishalla, að það sé ólýðræðislegt og brot á grundvallarrétti fólks að nærri tvöfaldur munur sé á vægi atkvæða eftir því hvar það býr á landinu. Það er ekkert eðlilegt við að búseta kjósanda skerði þennan grundvallarrétt til lýðræðislegs valds. Þessu verðum við að breyta.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: