- Advertisement -

Valdníðsla í borgarráði? Eða árás?

„Það er valdníðsla af formanni borgarráðs, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, að hleypa skrifstofustjóra borgarstjóra, Helgu Björg Ragnarsdóttur inn á fundi þar sem ég, réttkjörin borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur skyldusetu samkvæmt lögum,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir á síðasta fundi borgarráðs.

„Í þrígang hefur friðhelgi mín á heimili mínu verið brotin að kvöldi til, þegar ábyrgðarpóstur barst mér með grófum ásökunum um einelti af minni hálfu gegn henni. Áreitið gegn mér heldur áfram með samþykki formanns borgarráðs, borgarstjóra og meirihlutans með því að hleypa þessari konu á fundi þar sem ég er. Samkvæmt ásökunum sem bornar hafa verið á mig á þessi kona að forðast mig en ekki sækja í að vera þar sem ég er. Ég mótmæli setu hennar í hvert einasta sinn sem hún mætir á fundi til að verjast áreiti hennar en formaður borgarráðs hefur það að engu. Mitt eina úrræði er því að snúa baki við skrifstofustjóra Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, til að forðast áframhaldandi áreiti hennar í minn garð.“

Þarna koma fram þungar ásakanir. Meirihlutinn brást við þessu með bókun:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Skrifstofustjórum með mál fyrir borgarráði er skylt að fylgja málum sínum eftir sem hefur ekkert með borgarfulltrúa Miðflokksins að gera. Áfram heldur borgarfulltrúinn árásum sínum á starfsfólk sem hann er orðinn þekktur fyrir bæði hjá ríki og borg. Hefði verið betra að borgarfulltrúinn sinnti skyldu sinni og stæði vörð um hag Reykjavíkurborgar frekar en að vinna að því að grafa undan innviðum borgarinnar.“

Vigdís hætti ekki hér:

„Sveitastjórnarlög ganga lengra en samþykktir Reykjavíkurborgar í lagatúlkun. Í 22. gr. laganna er kveðið á um að sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli. Skýrara verður það ekki, en formanni borgarráðs, borgarstjóra og meirihlutanum er ómögulegt að skilja þessa lagagrein. Ég vísa ásökunum þeim sem finna má í gagnbókun meirihlutans á bug, sem er í senn upplýsandi og afhjúpandi fyrir það vinnuumhverfi sem mér er búið í Ráðhúsinu – sífellt áreiti og ásakanir til að grafa undan trúverðugleika mínum. Ég stend sterkari fyrir vikið.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: