- Advertisement -

Veltingur til Færeyja

Kópavogur til vinstri. Akureyri til hægri. Myndirnar teknar sama daginn, 16. október 2019.

Vetur á Spáni: Siglum áleiðis til Þórshafnar í Færeyjum. Ókum í dag til Seyðisfjarðar. Frábært veður norðanlands. Síðra fyrir austan. Staðarskáli kom á óvart. Allt harðlokað klukkan sjö í morgun.

Snæddum á Bláu könnunni á Akureyri. Frábær matur.

Tókum bensín á Akureyri. Nærri fjörutíu krónum dýrar lítrinn en í Kópavogi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Norrænar veltir á siglingunni. Virðist vera fínasta skip. Nema hvað. Hér þarf að kaupa netaðgang dýru verði. Virkilega gamaldags viðhorf.

Fyrsta áfanga í löngu ferðalag er lokið. Annar áfangi er hafinn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: