- Advertisement -

Vg og sviknustu kjósendur Íslandssögunnar

Gunnar Smári:

„68% kjósenda VG segjast hafa neikvæða afstöðu til kapítalisma og 69% til nýfrjálshyggju en aðeins 11% kjósendanna hafa neikvæða afstöðu til sósíalisma.“

Myndin er af forystu VG í miklu stuði.

Sviknustu kjósendur Íslandssögunnar eru án vafa kjósendur VG 2017. Í könnun MMR voru þeir, ásamt öðrum spurðir um afstöðu til kapítalisma, sósíalisma og nýfrjálshyggju. 5% kjósenda VG höfðu jákvæða afstöðu til kapítalisma og nýfrjálshyggju en 64% jákvæða afstöðu til sósíalisma. Samt er flokkurinn í ríkisstjórn sem ver kapítalismann og er með nýfrjálshyggjustefnu í svo til öllum málum. 68% kjósenda VG segjast hafa neikvæða afstöðu til kapítalisma og 69% til nýfrjálshyggju en aðeins 11% kjósendanna hafa neikvæða afstöðu til sósíalisma.

Það fylgi sem VG mælist með í dag, sem er nærri tvöfalt á við fylgi Sósíalistaflokksins, hlýtur að koma úr einhverri allt annarri átt en kjósendurnir 2017.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: