- Advertisement -

VG þóttist vera róttækur umbótaflokkur

Ef Vinstri grænir væru nú í stjórnarandstöðu þá…

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Ef Vinstri grænir væru nú í stjórnarandstöðu þá yrðu viðbrögð þeirra við Samherjamálinu einhvern veginn svona á Alþingi. „Katrín Jakobsdóttir myndi fara með himinskautum þegar hún heimtaði afsögn Kristjáns Þórs, rannsóknarnefnd og ég veit ekki hvað. Kolbeinn Óttarsson Proppé myndi sennilega hlekkja sig fastan við ræðustól þingsins, svo mikið lægi honum á hjarta. Ég hef ekki heyrt í honum aukatekið orð enda fjallar hann núorðið ekki um neitt opinberlega nema hvernig honum gengur að rækta sjálfan sig. Svandís Svavarsdóttir væri eins og þrumuský. Hún hefur reyndar tekið til máls um Samherjamálið, svo allrar sanngirni sé gætt, en það er allt á mjög vægum og almennum nótum, og við vitum öll að það kemst ekki einu sinni í hálfkvisti við heilaga reiði hennar ef hún væri ekki í ríkisstjórn.“ Þetta segir Illugi Jökulsson í Stundinni. Hann segir að Vinstri grænir hafi þóst vera róttækur umbótaflokkur en annað hafi komið á daginn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: