- Advertisement -

Viðreisn hafnar stofnenda sínum – Benedikt verður ekki á framboðslista

Uppstillingarnefnd Viðreisnar hefur hafnað stofnenda sínum og fyrsta formanni flokksins, Benedikt Jóhannessyni.

Benedikt skrifar:

Síðastliðið haust lýsti ég því yfir að ég gæfi kost á mér í oddvitasæti á einhverjum lista Viðreisnar á Suðvesturhorninu og sagði:

„Viðreisn hefur verið meginverkefni mitt allt frá árinu 2014. Það hefur verið gæfa mín að starfa þar með mörgu afbragðsfólki. Ég vil enn stuðla að því að málstaður Viðreisnar eflist og flokkurinn verði í aðstöðu til að mynda ríkisstjórn að ári.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Aðeins þannig er von til þess að sækja í frelsisátt, sem gerist ekki nema við náum mjög góðum árangri á Suðvesturhorninu. Ég nýt mín best þar sem baráttan er hörðust og vona að ég njóti trausts til að vera í fremstu víglínu.“

Fljótlega varð ljóst að fleiri vildu sitja í efstu sætum en sætin voru. Ég taldi að í flokki sem legði áherslu á opið og gagnsætt ferli væri eðlilegast að efna til prófkjörs, þegar margir sæktust eftir að leiða lista. Ég lagði það til. Reykjavíkurráð flokksins valdi annan kost og uppstillingarnefnd valin. Hún hefur verið að störfum frá því í byrjun febrúar.

Þorsteinn Pálsson, formaður uppstillingarnefndar, bað mig að hitta sig síðastliðinn þriðjudag. Á fundi okkar sagði hann mér, að það væri einróma niðurstaða nefndarinnar að bjóða mér neðsta sæti listans. Af augljósum ástæðum afþakkaði ég það.

Þar með er útséð um að ég verði í framboði fyrir Viðreisn að þessu sinni, en ég held áfram í pólitík og styð nú sem fyrr grunnstefinu Viðreisnar, enda hygg ég að ég hafi skrifað megnið af henni. Sjaldan hefur verið brýnni þörf fyrir einbeitta, frjálslynda rödd í samfélaginu og ég mun ekki láta mitt eftir liggja.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: