- Advertisement -

Viðreisn standi við kosningaloforðin

Björgvin Guðmundsson.

Umræðan Fyrir alþingiskosningarnar haustið 2016 marglýsti Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, því yfir, að eldri borgarar ættu að fá að vinna eins mikið og þeir vildu og gætu; hann talaði einnig um að bæta þyrft kjör aldraðra. Björt framtíð talaði á svipuðum nótum.

Nú er Benedikt orðinn fjármálaráðherra og því hæg heimatökin að efna kosningaloforðin. En Benedikt hefur svikið kosningaloforðin. Í stað þess að greiða fyrir því að aldraðir gætu verið sem lengst á vinnumarkaðnum var nánast ákveðið að banna öldruðum að vinna frá síðustu áramótum; frítekjumarkið var þá lækkað úr 109 þúsund kr á mánuði í 25 þúsund kr á mánuði.

Benedikt hefur ekkert gert í því að efna kosningaloforðið. Nýi félagsmálaaráðherrann segir, að frítekjumarkið sem afnumið var með einu pennastriki mætti taka upp aftur með 5 ára áætlun. Eru þessir menn með réttu ráði? Frítekjumarkið var afnumið með einu pennastriki. Það á að taka það upp aftur, einnig með einu pennastriki í samræmi við kosningaloforðið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Björgvin Guðmudsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: