- Advertisement -

Vilja að ríkið styrki útgerðirnar

Að auki er krónan í frjálsu falli og það færir ómælda peninga frá almenningi til útflutningsfyrirtækja.

Davíð Oddsson.

„Þeir efna­hagserfiðleik­ar sem eru að skella á þjóðinni um þess­ar mund­ir mega gjarn­an verða áminn­ing um hve mik­il­vægt er að hlúa að þess­ari und­ir­stöðu at­vinnu­lífs­ins. Það er gríðarlega þýðing­ar­mikið að Íslend­ing­ar búi að sjáv­ar­út­vegi á heims­mæli­kv­arða og hann var ekki byggður upp og hon­um verður ekki við haldið með sí­felld­um úr­töl­um og árás­um á grein­ina,“ segir í leiðara Moggans.

Leiðari Moggans er stundum sem opið bréf frá Davið til Bjarna.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Bjarni Benediktsson.

„Miklu nær væri, meðal ann­ars í ljósi þeirra erfiðleika sem nú eru upp komn­ir, kór­ónu­veiru og loðnu­brests, að reynt yrði að styðja við sjáv­ar­út­veg­inn og efla þau út­flutn­ings­verðmæti sem hann get­ur skapað. Liður í því gæti verið að stjórn­völd end­ur­skoðuðu þátt­töku sína í mis­heppnuðu viðskipta­banni gegn Rússlandi og tryggðu þannig að mik­il­væg­ir markaðir sjáv­ar­út­vegs­ins opnuðust á nýj­an leik.“

Skilaboðin hafa verið send í vígi Bjarna við Ingólfsstræti.

Í Fréttablaðinu er einnig fjallað um sjávarútveginn. Ekki í leiðara. Heldur í frétt:

„Velta sjávarútvegs síðustu tveggja mánaða síðasta árs var ríflega sex prósent meiri en á sama tímabili árið áður. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þá var velta í heild nær fjórtán prósent meiri í fyrra en árið 2018.“

Þetta er allur vandinn. Að auki er krónan í frjálsu falli og það færir ómælda peninga frá almenningi til útflutningsfyrirtækja. Ekki síst til útgerðarinnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: