- Advertisement -

Vill afnema sjálfvirka kjaraskerðingu

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, lætur ekki deigan síga. Nú hefur hann lagt fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um almannatryggingar. Hver sem les og kynnir sér málflutning þingmannsins hlýtur að vera honum sammála. Nema ef vera skyldi þingmeirihlutinn.

Í greinargerð Guðmundar Inga segir:

„Þegar örorkulífeyrisþegi verður 67 ára, þ.e. nær þeim aldri þegar réttur til töku ellilífeyris myndast, fellur niður réttur hans til aldurstengdrar örorkuuppbótar. Við þetta tímamark skerðast greiðslur viðkomandi um þá upphæð sem nemur aldurstengdri örorkuuppbót hans. Þessi skerðing hefur mikil áhrif á ráðstöfunartekjur öryrkja og er þeim verulega íþyngjandi. Rökin fyrir því að greiða aldurstengda örorkuuppbót eru þau að aflahæfi viðkomandi skerðist til lengri tíma allt eftir því hve ungur hann er þegar hann er metinn til 75% örorku. Þau rök eiga við óháð því hvort viðkomandi er 66 eða 67 ára, enda er það svo að með sífellt bættum læknavísindum hefur aflahæfi fólks aukist vel fram yfir 67 ára aldur. Þeir sem eru vinnufærir geta nýtt sér úrræði laganna til töku hálfs lífeyris eða nýtt sér frítekjumörk ellilífeyris en þeir sem eru óvinnufærir njóta þá engra slíkra úrræða. Því á hin aldurstengda örorkuuppbót ekki að falla niður við upphaf töku ellilífeyris.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: