- Advertisement -

Vill ráðherra heimaslátrun?

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt nokkrar spurningar fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra.

Teitur Björn vill vita hvort hún vilji rýmka reglur til; „…að efla vöruþróun og sölu beint frá býli með það fyrir augum að auka fjölbreytileika í matvælaframleiðslu fyrir neytendur og efla atvinnu í dreifbýli?“

Teitur Björn spyr, í framhaldi af þessu, hvort ráðherra telji að leyfa eigi heimaslátrun, ekki aðeins til eigin nota á býli heldur einnig til sölu, að því gefnu að vöruvöndun og öryggi sé í fyrirrúmi?

Og að endingu spyr þingmaðurinn: „Til hvaða ráðstafana telur ráðherra að grípa þurfi svo framangreint nái fram að ganga á yfirstandandi kjörtímabili og hyggst ráðherra beita sér fyrir breytingum hvað þetta varðar?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: