- Advertisement -

Vinstri græn gleypa hvert málið af öðru

Við sjáum að hinir ráðherrarnir í ríkisstjórninni eru í svipuðu myrkri og við hin.

Bjarni og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Ágúst Ólafur Ágústsson var gestur í morgunþætti Miðjunnar í gær. Hann á sæti í fjárlaganefnd Alþingis. Ágúst Ólafur er mjög gagnrýnin á hvernig málum er háttað og einkum á ofríki Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Í þættinum sagðist Ágúst Ókafur halda að margt af því sem kemur fram á fundum fjárlaganefndar, þangað koma margir gestir, sé ekki einu sinni lesið yfir í fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar.

„Alþingi og fjárlaganefnd eru sett í dapurlega stöðu. Mál eftir mál, fjárauka eftir fjárauka og fjárlög eru afgreidd nánast án nokkurra breytinga,“ sagði hann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þú ert að lýsa einræði Bjarna Benediktssonar.

„Ráðherraræðið hér er algjört. Fyrst og fremst frá einum ráðherra. Það er fjármálaráðherra. Við sjáum að hinir ráðherrarnir í ríkisstjórninni eru í svipuðu myrkri og við hin. Þessi vinnubrögð eru ótæk.“

Hann taldi næst um hvaða fólk er kallað fyrir fjárlaganefnd, svo sem launþega, atvinnurekendur, öryrkja, eldri borgara og fleiri og sagði svo: „Það koma til okkar vandaðar umsagnir en það er ekkert gert með þetta. Ég hef velt fyrir mér hvort eigi að leggja niður fjárlaganefnd Alþingis. Mér finnst furðulegt að stjórnarþingmenn láti bjóða sér þetta.“

Hann hélt áfram og sagði: „Vinstri græn og Framsóknarmenn verð að átta sig á því að Sjálfstæðisflokkurinn þarf meira á þeim að halda en öfugt.“

Þú ert að lýsa einræði Bjarna Benediktssonar.

„Ég er að lýsa algjörum skorti á samráði. Það er einn maður sem stjórnar hér. Það er Bjarni Benediktsson í fjármálaráðuneytinu. Við sjáum að Vinstri græn eru látin gleypa hvert málið á fætur öðru. Framsóknarflokkurinn nánast sést ekki, enda er hann nánast horfinn, sést varla í skoðanakönnunum. Hugmyndir verða verri, þær batna þegar fleiri koma að.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: