- Advertisement -

Virkilega smart hjá Bjarna Ben

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra má eiga það að hann segir stundum hug sinn. Fer ekki í grafgötur með það sem hann hugsar og það sem hann vill. Síðast í gær opinberaði hann feimnislaust hvað honum  þykir um frjálsan aðgang útvalinna að ríkissjóði.

Bjarna þykir ekkert að því að sérfræðilæknar og aðrir þeir sem komast á samning við ríkið, í gegnum Sjúkratryggingar Íslands, fái greiddan arð úr þeim viðskiptum. Bjarni þykir meira en sjálfsagt að hluti þeirra peninga sem samneyslan ráðstafar breytist í arð, fyrir og handa þeim, sem finna leið að peningunum.

Án þess að afstaða sé tekin til þess sem Bjarni sagði um þetta, verður að segja sem er; það er gott þegar stjórnmálamenn tala skyrt og skorinort.

Trúlegast er að flestir kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu á sama máli og Bjarni. Hann er því sennilega hjartanlega sammála baklandi sínu. Það er reyndar hvergi vitað með vissu, en efalítið er svo.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auðvitað er ekki verið að tala um hefðbundinn kapítalisma. Nei, ríkistryggðan. Áhættulausan, eða hið minnsta áhættulítinn. Sú útgáfa af kapítalisma hugnast mörgum. Þar á meðal Bjarna Benediktssyni.

Gott er að það liggur fyrir. Það er virkilega smart hjá Bjarna að segja frá skoðun sinni.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: