- Advertisement -

Vonleysisstjórnmál Valhallar eru sprenghlægileg

Atli Þór Fanndal skrifaði:

Það er svolítið gaman að fylgjast með átökum Sjálfstæðismanna um fulltrúa á landsfundi. Allt í einu er samkeppni um þau takmörkuðu gæði sem fulltrúar á landsfundi eru og þá fá færri en vilja… í slíku umhverfi er nauðsynlegt að hafa skýrar leikreglur til að sinna einskonar samkeppniseftirliti. Það er næstum eins og þessi flokkur átti sig ekki á því hvað gerist þegar þú ætlast til þess að allir keppi alltaf. Ef maður vill ekki skort þá stækkar maður kökuna og skiptir sanngjarnt eða skiptir kökunni sem þegar er eftir þeim reglum sem þegar eru til staðar og sátt er um. Vonleysisstjórnmál Valhallar eru sprenghlægileg nú þegar við hin erum frelsuð undan þessu bulli.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: